Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. mars 2017 11:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið West Brom og Arsenal: Özil ekki í hóp
Özil er ekki með í dag.
Özil er ekki með í dag.
Mynd: Getty Images
Hádegisleikurinn í enska boltanum þennan laugardaginn er á milli West Brom og Arsenal. Leikurinn hefst eftir tæpan klukkutíma, en byrjunarliðin eru klár.

Arsenal er fyr­ir leik­inn í fimmta sæti ensku úrvalsdeild­ar­inn­ar með 50 stig, fimm stig­um á eftir Li­verpool sem er í fjórða sætinu. West Brom er í áttunda sæt­i með 40 stig.

Byrjunarliðin eru eins og áður segir klár, en liðið hjá West Brom er nákvæmlega eins og búist var við. Salomon Rondon er fremsti maður og hann á að sjá um að skora mörkin.

Hjá Arsenal eru óvæntar fréttir! Mesut Özil er ekki í hóp og fremsti maður í dag er Danny Welbeck, en talið er að Özil sé að glíma við meiðsli. Alexis Sanchez er í byrjunarliðinu, en það eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Arsenal.

Byrjunarlið West Brom: Foster, Dawson, McAuley, Evans, Nyom, Livermore, Fletcher, Brunt, Chadli, McClean, Rondon.
(Varamenn: Myhill, Olsson, Robson-Kanu, Yacob, M Wilson, Leko, Field)

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Monreal, Koscielny, Mustafi, Bellerin, Ramsey, Xhaka, Walcott, Oxlade-Chamberlain, Sanchez, Welbeck.
(Varamenn: Ospina, Mertesacker, Gabriel, Coquelin, Elneny, Iwobi, Giroud)





Athugasemdir
banner
banner