Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. mars 2017 17:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Aron Einar hitaði upp fyrir Kosóvó með sigri
Aron Einar er lykilmaður hjá Cardiff.
Aron Einar er lykilmaður hjá Cardiff.
Mynd: Getty Images
Jón Daði var ónotaður varamaður hjá Wolves.
Jón Daði var ónotaður varamaður hjá Wolves.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Nokkrum leikjum var að ljúka í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, en um leiki í 38. umferð deildarinnar var ræða.

Það var Íslendingaslagur í Lundúnum. Fulham mætti Wolves, en þar höfðu gestirnir í Wolves betur, 3-1.

Jón Daði Böðvarsson var allan tímann á bekknum hjá Wolves, en Ragnar Sigurðsson var ekki í hóp hjá Fulham. Báðir þessir leikmenn eru í landsliðshópnum sem mætir Kosóvó í næstu viku.

Annar leikmaður sem er í landsliðshópnum gegn Kosóvó er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsso, en hann er lykilmaður hjá Cardiff og spilaði allan leikinn í sigri á Ipswich.

Að öðrum úrslitum að nefna þá gerði Newcastle markalaust jafntefli við Birmingham, Brentford vann 5-3 gegn Burton og Aston Villa, lið Birkis Bjarnasonar, lagði Wigan. Birkir spilaði ekki vegna meiðsla.

Birmingham 0 - 0 Newcastle

Burton Albion 3 - 5 Brentford
0-1 Sergi Canos ('10 )
1-1 Marvin Sordell ('21 )
2-1 Marvin Sordell ('23 )
3-1 Cauley Woodrow ('41 )
3-2 Lasse Vibe ('51 )
3-3 Sergi Canos ('61 )
3-4 Lasse Vibe ('85 )
3-5 Jota Peleteiro ('86 )

Cardiff City 3 - 1 Ipswich Town
0-1 Luke Chambers ('23 )
1-1 Kenneth Zohore ('36 )
2-1 Kenneth Zohore ('50 )
3-1 Joe Bennett ('63 )

Fulham 1 - 3 Wolves
0-1 Ivan Cavaleiro ('34 )
0-2 Andreas Weimann ('47 )
1-2 Denis Odoi ('54 )
1-3 David Edwards ('72 )

Norwich 2 - 0 Barnsley
1-0 Jacob Murphy ('44 )
2-0 Angus MacDonald ('71 , sjálfsmark)

QPR 5 - 1 Rotherham
1-0 Matt Smith ('5 )
1-1 Joe Newell ('13 )
2-1 Luke Freeman ('15 )
3-1 Yeni N'Gbakoto ('49 , víti)
4-1 Massimo Luongo ('57 )
5-1 Nedum Onuoha ('90 )

Wigan 0 - 2 Aston Villa
0-1 James Chester ('73 )
0-2 Scott Hogan ('84 )

Leikur Leeds og Brighton er kl. 17:30
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner