Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. mars 2017 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Tvö jöfnunarmörk í blálokin
Blackburn gerði jafntefli.
Blackburn gerði jafntefli.
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum er lokið í Championship-deildinni í dag. Leikirnir tveir voru í 38. umferð deildarinnar, en sú umferð fer fram um helgina.

Blackburn mætti Preston og lenti þar undir eftir 13 mínútur. Heimamenn í Blackburn komu þó til baka og náðu að snúa stöðunni sér í vil, 2-1 fyrir Blackburn.

Allt stefndi í sigur Blackburn og svo virtist sem þeir væru að koma sér upp úr fallsæti, en þegar stutt var eftir jafnaði Aiden McGeady fyrir Preston og lokatölur urðu 2-2.

Í hinum leiknum urðu lokatölur einnig 2-2. Nottingham Forest fékk Derby County, en bæði lið réðu sér nýja stjóra í vikunni.

Zach Clough kom Forest yfir snemma, en Derby svaraði með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks. Allt stefndi í góðan útisigur Derby, alveg þangað til Dani Pinillos jafnaði fyrir heimamenn undir lokin.

Blackburn og Nottingham Forest eru í fallbaráttu á meðan Preston og Derby eru rétt fyrir utan umspilssætin.

Blackburn 2 - 2 Preston NE
0-1 Tom Barkhuizen ('13 )
1-1 Elliott Bennett ('43 )
2-1 Craig Conway ('56 )
2-2 Aiden McGeady ('90 )

Nott. Forest 2 - 2 Derby County
1-0 Zach Clough ('5 )
1-1 Matej Vydra ('47 )
1-2 David Nugent ('53 )
2-2 Dani Pinillos ('90 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner