Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. mars 2017 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Þurfum 21 stig úr 10 leikjum til að vinna titilinn
Conte var sáttur með sigurinn hjá sínu liði.
Conte var sáttur með sigurinn hjá sínu liði.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, var skiljanlega mjög sáttur eftir 2-1 sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Ég er ánægður vegna þess að þú þarft að vera undirbúinn líkamlega og andlega til að spila gegn Stoke á þessum hluta tímabilsins. Við unnum vegna þess í dag. Við mættum mjög góðu liði," sagði Conte eftir sigurinn.

Conte hrósaði Gary Cahill, varnarmanni Chelsea, eftir sigurinn. Cahill skoraði sigurmark Chelsea, en fyrr í leiknum hafði hann fengið á sig vítaspyrnu.

„Ég er ánægður fyrir hönd Gary Cahill vegna þess að við fengum á okkur vítaspyrnu eftir smá hrindingu frá honum. Að skora sigurmarkið er frábært fyrir hann og liðið í heild sinni."

Það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að Chelsea standi ekki uppi sem Englandsmeistari eftir tímabilið. Þeir eru með 13 stiga forskot á toppnum eftir sigurinn í dag. En hvað þarf Chelsea að gera til þess að landa titilinum?

„Við þurfum að taka 21 stig í viðbót til þess að vinna titilinn. Það eru 10 leikir eftir, en það er mikilvægt að halda áfram með sama hugarfari," sagði sá ítalski að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner