Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 18. mars 2017 23:15
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Dost orðinn efstur í baráttunni um gullskó Evrópu
Mynd: Getty Images
Hollenski framherjinn Bas Dost leiðir orðið baráttuna um gullskó Evrópu.

Dost sem spilar með Sporting í Portúgal skoraði tvö mörk í leik gegn Nacional í dag. Þessi tvö mörk tryggðu honum efsta sætið en Messi og Aubameyang fylgja þó fast á hæla hans.

Dost hefur skorað 24 mörk í 23 leikjum í deildinni á þessu tímabili, Messi og Aubameyang deila öðru sætinu en þeir hafa skorað 23 mörk.

Sporting situr í þriðja sæti portúgölsku deildarinnar, Bas Dost hefur verið algjör lykilmaður hjá liðinu síðan hann kom til félagsins frá Wolfsburg síðastliðið sumar.

Athugasemdir
banner