Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 18. mars 2017 19:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Gylfi og félagar töpuðu gegn Bournemouth
Gylfi Þór í baráttu í leiknum í kvöld.
Gylfi Þór í baráttu í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Bournemouth 2 - 0 Swansea
1-0 Alfie Mawson ('31 , sjálfsmark)
2-0 Benik Afobe ('72 )

Bournemouth fjarlægist fallpakkann í ensku úrvalsdeildinni með hraði! Þeir mættu Swansea, liði Gylfa Þórs Sigurðssonar, í dag og unnu frekar þægilegan sigur.

Swansea byrjaði leikinn betur, en fyrsta markið var eign Bournemouth. Benik Afobe, sóknarmaður Bournemouth átti þá skot sem fór af Alfie Mawson, varnarmanni Swansea, og inn.

Staðan var 1-0 fyrir Bournemouth í leikhlé. Í seinni hálfleiknum kom Benik Afobe Bournemouth í 2-0 og sigur þeirra var staðreynd.

Gylfi Þór spilaði allan leikinn hjá Swansea, en náði ekki að láta að sér kveða. Bournemouth er núna með 33 stig í 11. sæti á meðan Swansea er aðeins þremur stigum frá fallsæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner