Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. mars 2017 14:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Tvö mörk úr hornspyrnum er West Brom vann Arsenal
Craig Dawson skoraði tvisvar fyrir West Brom.
Craig Dawson skoraði tvisvar fyrir West Brom.
Mynd: Getty Images
West Brom 3 - 1 Arsenal
1-0 Craig Dawson ('12 )
1-1 Alexis Sanchez ('15 )
2-1 Hal Robson-Kanu ('55 )
3-1 Craig Dawson ('75 )

West Brom gerði sér lítið fyrir og lagði Arsenal að velli í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta eru úrslit sem stuðningsmenn Arsenal eru brjálaðir með!

Gengi Arsenal hefur ekki verið gott upp á síðkastið og ekki batnaði það í dag. Stuðningsmenn Arsenal eru ekki sáttir, en flugvél með borða með áletruninni "Wenger Out" flaug yfir Hawthorns í dag.

Heimamenn í West Brom komust yfir eftir 12 mínútur þegar Craig Dawson skoraði eftir hornspyrnu. Arsenal var ekki lengi að jafna því Alexis Sanchez skoraði laglegt mark stuttu síðar.

Staðan var 1-1 í hálfleik, en í seinni hálfleiknum gekk West Brom á lagið. Hal Robson-Kanu kom inn á í upphafi seinni hálfleiks og aðeins mínútu eftir að hann hafði komið inn á, þá var hann búinn að skora.

Craig Dawson gerði svo út um leikinn 20 mínútum síðar, en hann skoraði aftur eftir hornspyrnu. West Brom hefur núna skorað 14 mörk á tímabilinu eftir hornspyrnu.

Lokatölur urðu 3-1 og Arsenal er að fjarlægast topp fjóra. Arsenal er núna í fimmta sæti, fimm stigum á eftir Liverpool sem er í fjórða sæti. West Brom er í áttunda sæti með 43 stig.





Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner