lau 18. mars 2017 21:36
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Giggs: Enska úrvalsdeildin hafði bara tvo heimsklassa leikmenn í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs goðsögn Manchester United segir að það hafi einungis verið tveir heimsklassa leikmenn í Meistaradeildinni í vetur úr ensku úrvalsdeildinni. Giggs telur að það hafi verið þeir Alexis Sanchez og Sergio Aguero.

„Það lítur út fyrir að bestu leikmennirnir séu að spila annars staðar, það eru aðeins nokkrir yfirburða leikmenn í ensku úrvalsdeildinni," sagði Giggs.

„Fyrir utan Aguero og Sanchez þá er erfitt að hugsa sér leikmenn í heimsklassa sem voru í Meistaradeildarhópum hjá enskum liðum."

Af þeim fjórum ensku liðum sem voru í Meistaradeildinni á þessu tímabili þá er aðeins eitt lið eftir, Leicester City sem mætir Atletico Madrid í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner