Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. mars 2017 09:30
Fótbolti.net
Hjörvar Hafliða ræðir landsliðið í útvarpinu í dag
Hjörvar verður gestur í útvarpsþættinum.
Hjörvar verður gestur í útvarpsþættinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan verður gleði milli 12 og 14 í dag í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7. Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson verða í gasklefanum.

Tómas Þór Þórðarson er staddur í London þar sem hann fjallar um bardaga Gunnars Nelson. Við heyrum að sjálfsögðu í Tom í þættinum.

Íslenski landsliðshópurinn og komandi verkefni gegn Kosóvó verða einnig til umræðu. Hjörvar Hafliðason kíkir í spjall um landsliðið.

Ármann Smári Björnsson opinberar úrvalslið sitt á ferlinum en hann lagði skóna á hilluna nýlega.

Þá verður rætt um enska boltann og Meistaradeildina. Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann, ræðir um viðureign Juventus og Barcelona ásamt því að hann segir okkur frá nýjum hlaðvarpsþætti sínum.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins á morgun eru Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson. Hægt er að finna þá á Twitter undir @elvargeir og @benediktboas.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner