Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. mars 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Howe hissa á því að Wilshere sé ekki í landsliðinu
Wilshere í leik með Bournemouth.
Wilshere í leik með Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Bournemouth, segir að það hafi komið sér á óvart að sjá miðjumanninn Jack Wilshere ekki í enska landsliðshópnum sem tilkynntur var í gær.

Howe telur að Wilshere, sem er í láni hjá Bournemouth, hafi réttu eiginleikana til þess að vera í hópnum og það hafi komið sér á óvart þar sem leikmaðurinn sé heill heilsu.

„Kom þetta mér á óvart? Já, þetta kom mér á óvart þar sem Jack er mikill gæðaleikmaður," sagði Howe.

„Ég tel að Jack hafi staðið sig mjög vel fyrir okkur. Eina spurningin var sú hvort að hann gæti spilað marga leiki í röð fyrir okkur, og haldið sér heilum, og hann hefur gert það."

„Hann sýndi það í síðustu viku hversu mikilvægur hann er fyrir okkur, vegna þess að hann kom inn á og átti stóran þátt í þriðja markinu okkar. Jack sýndi gæði sín á því augnabliki," sagði Howe og átti þar við 3-2 sigur Bournemouth á West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner