Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. mars 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Iniesta vill enda ferilinn hjá Barcelona
Iniesta er Barcelona-maður í húð og hár.
Iniesta er Barcelona-maður í húð og hár.
Mynd: Getty Images
Andres Iniesta, fyrirliði Barcelona, vill enda feril sinn hjá félaginu, svo lengi sem hann er talinn mikilvægur hluti af liðinu.

Hinn 32 ára gamli Iniesta kom í gegnum hina víðfrægu La Masia-akademíu Börsunga og hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu sögufræga.

Iniesta er á samningi út næsta tímabil, en hann vill helst bara leika fyrir eitt félag á sínum ferli og það félag er Barcelona.

„Eftir tímabilið munum við taka stöðuna, bæði hjá mér persónulega og hjá liðinu," sagði Iniesta.

„Ég er ekki að segja að ég muni ekki framlengja samning minn. Ég vil klára feril minn hér, en það verður ákveðið með frammistöðu minni inn á vellinum og mínum tilfinningum."

„Ég mun ekki vera hér ef ég er ekki mikilvægur fyrir félagið, það er ljóst," sagði Iniesta að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner