lau 18. mars 2017 10:10
Elvar Geir Magnússon
Inter býður Conte tvöfalt hærri laun
Powerade
Inter reynir allt til að fá Conte.
Inter reynir allt til að fá Conte.
Mynd: Getty Images
Mamma fékk hann til að skipta um skoðun.
Mamma fékk hann til að skipta um skoðun.
Mynd: Getty Images
James Ward-Prowse yrði fullkominn tengdasonur.
James Ward-Prowse yrði fullkominn tengdasonur.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan laugardag. BBC hefur tekið saman helsta slúðrið fyrir okkur á þessum fallega degi.

Ítalska félagið Inter hefur ekki gefist upp á að reyna að fá Antonio Conte, stjóra Chelsea. Inter býður Conte 13 milljónir punda í árslaun, tvöfalt meira en hann fær á Stamford Bridge. (Sun)

Arsene Wenger (67) stjóri Arsenal hefur ekki í hyggju að hætta hjá félaginu. Þetta segir aðalliðsþjálfari félagsins, Boro Primorac. (Times)

Manchester City vill kaupa þýska varnarmanninn Antonio Rudiger (24) frá Roma á 30 milljónir punda í sumar. (Daily Mirror)

Umboðsmaður miðjumannsins Yaya Toure (33) hjá Manchester City segir að þessi fyrrum landsliðsþjálfari Fílabeinsstrandarinnar væri opinn fyrir tilboðum frá Manchester United. (Sky Sports)

Kylian Mbappe (18), sóknarmaður Mónakó, er kominn ofar á óskalista Manchester United en framherjinn Antoine Griezmann (25). (Don Balon)

Manchester United hefur ráðið fyrrum yfirnjósnara brasilíska landsliðið þar sem félagið ætlar aftur að leggja áherslu á að skoða unga leikmenn í Suður-Ameríku. (Daily Mirror)

Fabrizio Ravanelli (48), fyrrum framherji Middlesbrough og ítalska landsliðsins, vill verða nýr stjóri Boro eftir að Aitor Karanka var rekinn. (Sun)

Harry Redknapp (70), fyrrum stjóri Tottenham, hefur einnig áhuga á starfinu hjá Middlesbrough. Liðið er þremur stigum frá öruggu sæti þegar ellefu úrvalsdeildarleikir eru eftir. (Daily Mail)

Sevilla á Spáni og Inter á Ítalíu vilja fá Son Heung-min (24), framherja Tottenham og Suður Kóreu. (London Evening Standard)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að hollenski sóknarmaðurinn Vincent Janssen (22) þurfi að stíga upp nú þegar Harry Kane er meiddur. Janssen hefur aðeins skorað eitt deildarmark síðan hann kom frá AZ Alkmaar í fyrra. (Guardian)

Everton telur að móðir Romelu Lukaku (23) hafi fengið son sinn til að skipta um skoðun og hætta við að skrifa undir nýjan samning á Goodison Park. (Times)

Það fer eftir því hvort Crystal Palace nái að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni hvort Mamadou Sakho (27) gangi alfarið í raðir félagsins. Franski varnarmaðurinn er á láni frá Liverpool. (Liverpool Echo)

Andrés Iniesta (32), fyrirliði Barcelona, segir að aðstoðarþjálfarinn Juan Carlos Unzue sé rétti maðurinn til að taka við sem aðalþjálfari Börsunga af Luis Enrique í sumar. (Daily Telegraph)

Wayne Rooney (31) hefur enn mikið fram að færa fyrir Manchester United og enska landsliðið. Hann þarf bara að endurheimta sjálfstraustið. Þetta segir Dwight Yorke, fyrrum leikmaður United. Rooney var ekki valinn í nýjasta landsliðshópinn. (TalkSport)

Stewart Downing (32) fékk ekki mikinn spiltíma hjá Middlesbrough undir stjórn Aitor Karanka. Bráðabirgðastjóri Boro, Steve Agnew, segir að leikmaðurinn verði í stóru hlutverki út tímabilið. (Guardian)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, telur að orðspor Granit Xhaka (24) geri það að verkum að dómarar séu gjarnari á að gefa honum spjöld en öðrum. (Daily Telegraph)

Spænski miðjumaðurinn Carles Gil hjá Aston Villa (24) vill ganga alfarið í raðir Deportivo La Coruna. Gil fór á lánssamningi til spænska félagsins í júlí. (Marca)

James Ward-Prowse (22) hjá Southampton yrði frábær tengdasonur. Þetta segir Claude Puel, stjóri hans hjá Dýrlingunum. Ward Prowse var valinn í enska landsliðið. (Daily Star)

Miðjumaðurinn Ezri Konsa (18) hjá Charlton Athletic vekur mikinn áhuga hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni. (londonnewsonline.co.uk)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner