Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 18. mars 2017 18:58
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalía: Joe Hart gerði tvö dýrkeypt mistök
Antonio Candreva var á skotskónum fyrir Inter.
Antonio Candreva var á skotskónum fyrir Inter.
Mynd: Getty Images
Torino 2 - 2 Inter
0-1 Geoffrey Kondogbia ('27 )
1-1 Daniele Baselli ('33 )
2-1 Afriyie Acquah ('59 )
2-2 Antonio Candreva ('62 )

Einum leik var að ljúka í ítölsku úrvalsdeildinni, þar áttust við Torino og Inter.

Geoffrey Kondogbia kom Inter liðinu yfir á 27. mínútu og sex mínútum síðar jafnaði Daniele Baselli fyrir Torino.

Torino komst yfir á 59. mínútu með marki frá Afriyie Acquah en það tók hins vegar Inter aðeins þrjár mínútur að jafna metin aftur, þar var að verki Antonio Candreva.

Enski markvörðurinn Joe Hart gerði mistök í báðum mörkum Inter, ansi dýrkeypt.

Torino situr því áfram í 10. sæti deildarinnar með 40 stig, en Inter mistókst einnig að lyft sér upp í töflunni og situr því áfram í 5. sæti með 55 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner