Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. mars 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koeman: Það elska allir Lukaku
Lukaku setti tvö fyrir Everton í dag.
Lukaku setti tvö fyrir Everton í dag.
Mynd: Getty Images
Framtíð framherjans Romelu Lukaku hjá Everton er í óvissu. Hann vill ekki skrifa undir nýjan og betrumbættan samning og gagnrýndi metnað Everton í viðtali á dögunum.

Hann var þó í byrjunarliði Everton gegn Hull í dag og gerði það sem hann gerir best, að skora mörk.

Þessi belgíski sóknarmaður gerði tvö mörk undir lok leiksins og gulltryggði Everton 4-0 sigur á Hull City.

Mikið hefur verið rætt og skrifað um framtíð Lukaku í þessari viku, en Ronald Koeman, stjóri Everton, tók sér tíma og ræddi um framherjann í viðtali eftir leik.

„Stuðningsmennirnir elska Romelu Lukaku og allir elska Rom. Já, þú getur kannski haldið aftur af honum í 85 mínútur, en hann var einbeittur fram á síðustu sekúndu. Við drápum leikinn fullkomlega," sagði Koeman ánægður.
Athugasemdir
banner
banner