Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   lau 18. mars 2017 16:04
Hafliði Breiðfjörð
Laugi: Vonumst til að ná í 1-2 leikmenn fyrir mót
Guðlaugur Baldursson.
Guðlaugur Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta voru mikil hlaup og erfitt en ég verð að viðurkenna að ég er stoltur af mínu liði. Þeir lögðu mikið í þetta og við áttum okkar möguleika að skora mörk. Við fengum ágætistækifæri en úrslitin voru ekkert ósanngjörn," sagði Guðlaugur Baldursson þjálfari Keflavíkur eftir 2-3 tap gegn FH í Lengjubikarnum í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 FH

Fyrir leikinn var Keflavík á toppi riðilsins eftir sigurleiki gegn Gróttu og Víkingi Reykjavík og jafntefli við Hauka.

„Þetta hefur rúllað ágætlega en upp og ofan. Ég er ánægður með hluta úr leikjum og minna ánægður með annað. Það er bara eins og það er þegar maður er að undirbúa liðið undir átökin. Sem betur fer eru lengri hlutar úr leikjum sem ég er sáttari við en áður,"  sagði hann.

Nokkur hiti var á milli leikmanna liðanna í Reykjaneshöllinni í fjögugum leiknum í dag.

„Það er bara þannig að það er enginn skaplaus í þessu. Menn þurfa að spila með svolítilli ástríðu og það var gert í dag. Það voru allir sáttir að leik loknum. Það þarf að vera svona, þetta snýst um að gefa allt sem maður á í þetta og stundum eru menn að dansa á línunni og þannig er bara boltinn."

Keflavík hefur fengið Jeppe Hansen og Marko Nikolic til liðs við sig í vetur en átta leikmenn eru horfnir á braut. Laugi ætlar að styrkja liðið meira.

„Við erum að vonast eftir að ná að styrkja okkur eitthvað. Við erum búnir að vera að skoða og leita og viljum vanda okkur við þetta. Það eru margir ungir drengir sem eru að spila og hafa staðið sig vel og unnið sér rétt til að vera í liðinu og hóp. Við viljum aðeins auka reynsluna með að eiga meiri samkeppni í stöðum. Við vonumst til að ná í 1-2 leikmenn fyrir mót."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner