banner
   lau 18. mars 2017 18:32
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Lengjubikar kvenna: ÍBV ekki í vandræðum með FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 2-5 ÍBV
0-1 Cloé Lacasse ('23)
1-1 Rannveig Bjarnadóttir ('38)
1-2 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('45)
1-3 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('56)
1-4 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('67)
1-5 Cloé Lacasse ('76)
2-5 Melkorka Katrín Pétursdóttir ('77)

FH og ÍBV áttust við í A deild Lengjubikars kvenna í dag þar sem Eyjakonur höfðu betur.

ÍBV komst yfir með marki frá Cloé Lacasse á 23 mínútu, Rannveig Bjarnadóttir jafnaði metinn fyrir FH-inga á 38 mínútu. Eyjakonur fengu vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks sem Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði úr og staðan því 1-2 í hálfleik.

Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði þriðja mark ÍBV þegar ellefu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Hún bætti síðan við öðru marki sínu þegar 67 mínútur voru liðnar af leiknum.

Cloé Lacasse kom Eyjakonum í 1-5 á 76 mínútu. Mínútu síðar klóruðu FH-ingar í bakkann þegar Melkorka Katrín Pétursdóttir skoraði en nær komust FH-ingar ekki og Eyjakonur sigruðu örugglega 2-5.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner