Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. mars 2017 16:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn B-deild: Völsungur skoraði fimm gegn Hetti
Úr leik hjá Völsungi á undirbúningstímabilinu.
Úr leik hjá Völsungi á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lengjubikarinn - B-deild karla, Riðill 4
Höttur 2 - 5 Völsungur
0-1 Gunnar Sigurður Jósteinsson ('25 )
0-2 Atli Barkarson ('28 )
1-2 Brynjar Árnason ('33 )
1-3 Bjarki Baldvinsson ('51 )
2-3 Brynjar Árnason ('60 )
2-4 Sæþór Olgeirsson ('73 )
2-5 Bergur Jónmundsson ('81 )

Það var einn leikur í B-deild karla í Lengjubikarnum í dag. Höttur og Völsungur mættust á Fellavelli.

Völsungur vann sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum og þeir byrjuðu betur í dag. Gunnar Sigurður Jósteinsson og Atli Barkason komu þeim í 2-0 með stuttu millibili um miðbik fyrri hálfleiks.

Brynjar Árnason náði að minnka muninn fyrir Hött og staðan í hálfleik var 2-1. Í upphafi seinni hálfleiks kom Bjarki Baldvinsson Völsungi í 3-1 og staða þeirra aftur orðin góð.

Höttur náði að minnka muninn aftur og aftur var Brynjar að verki, en það reyndist ekki nóg fyrir þá. Völsungur svaraði þessu marki með tveimur mörkum og lokatölur urðu 5-2 fyrir Völsung sem fer vel af stað í Lengjubikarnum.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner