Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 18. mars 2017 13:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Íslandsmeistararnir með sigur á Keflavík
Atli Viðar var á skotskónum fyrir FH.
Atli Viðar var á skotskónum fyrir FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Keflavík 1 - 3 FH
0-1 Atli Viðar Björnsson ('49)
1-1 Leonard Sigurðsson ('55)
1-2 Steven Lennon ('58, víti)
1-3 Halldór Orri Björnsson ('87)
2-3 Adam Árni Róbertsson ('93)
Lestu nánar um leikinn

FH varð á engin mistök gegn Keflavík í Lengjubikarnum í dag, en leikurinn fór fram núna í hádeginu í Reykjaneshöll.

Staðan var markalaus í hálfleik, en eins og gefur að skilja þá voru það Íslandsmeistararnir sem sóttu meira. Sókn þeirra bar svo loks árangur í upphafi seinni hálfleiks þegar varamaðurinn Atli Viðar Björnssonn kom boltanum í netið.

Keflvíkingar gáfust ekki upp og náðu að jafna stuttu síðar með stórglæsilegu marki! Leonard Sigurðsson tók skot af 25 metrum og boltinn flaug í samskeytin, 1-1.

Það voru þó FH-ingar sem fóru glaðari heim. Steven Lennon kom þeim aftur yfir úr vítaspyrnu áður en Halldór Orri Björnsson skoraði þriðja markið. Adam Árni Róbertsson minnkaði muninn fyrir Keflavík undir lokin, en það var ekki nóg, lokatölur 3-2 fyrir FH.

Byrjunarlið Keflavíkur: Sindri Kristinn Ólafsson (m), Anton Freyr Hauksson, Einar Orri Einarsson,Ari Steinn Guðmundsson, Marc McAusland, Jeppe Hansen, Sindri Þór Guðmundsson, Marko Nikolic, Leonard Sigurðsson, Ísak Óli Ólafsson, Tómas Óskarsson.

Byrjunarlið FH Vignir Jóhannesson (m), Bergsveinn Ólafsson, Steven Lennon, Emil Pálsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Davíð Þór Viðarsson, Kristján Flóki Finnbogason, Kassim Doumbia, Böðvar Böðvarsson, Jonathan Hendrickx, Guðmundur Karl Guðmundsson.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner