Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. mars 2017 13:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Flugvél með "Wenger Out" borða flaug yfir völlinn
Mynd: Getty Images
Hópur stuðningsmanna Arsenal, sem vill sjá Arsene Wenger fara úr stjórastól félagsins, safnaði fyrir flugvél sem var með borða í eftirdragi og á honum stóð "Wenger Out".

Sett var upp söfnunarsíða á netinu til þess að safna fyrir flugvélinni. Peningamarkmiðið náðist og í dag tók flugvélin á loft.

Hún flaug yfir Hawthorns, heimavöll West Brom, en Arsenal leikur nú við West Brom. Staðan í augnablikinu er 1-1, en Alexis Sanchez jafnaði eftir að heimamenn komust yfir.

Arsenal fékk skell gegn Bayern München í Meistaradeildinni og er úr leik. Liðið er í fimmta sæti í deildinni en í FA-bikarnum eru undanúrslitin framundan.

Hér að neðan má sjá myndband af þessu, sem og viðbrögð við athæfinu af Twitter.




















Sjá einnig:
Þekktir íslenskir Arsenal-menn vilja Wenger burt
Athugasemdir
banner
banner