Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. mars 2017 12:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino: Það þurfti að vekja Janssen
Janssen hefur ekki átt gott tímabil með Tottenham.
Janssen hefur ekki átt gott tímabil með Tottenham.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, viðurkennir það að sóknarmaðurinn Vincent Janssen hafi átt erfitt fyrsta tímabil hjá Spurs. Pochettino hefur þú fulla trú á því að Janssen muni slá í gegn.

Janssen er kominn núna aftur í sviðsljósið eftir meiðsli Harry Kane. Kane verður frá næstu vikurnar og Janssen gæti fengið sénsinn.

Þessi 22 ára sóknarmaður skoraði gegn Milwall um í bikarnum um síðustu helgi, en það var fyrsta mark hans úr opnu spili síðan hann kom til Tottenham, fyrir 17,5 milljónir punda frá AZ Alkmaar fyrir átta mánuðum síðan.

„Það er satt að á sumum hlutum tímabilsins, þá hefur hann ekki spilað vel," sagði Pochettino. „Það þurfti að vekja hann til þess að minna hann á það að möguleikinn á að spila meira gæti komið."

„Hann er mjög ungur. Hann kom frá Hollandi. Ég er mjög ánægður með hann og alla leikmennina," sagði Pochettino ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner