Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. mars 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Puel er mikill grínisti - Hrekkti leikmenn sína
Claude Puel.
Claude Puel.
Mynd: Getty Images
Claude Puel, stjóri Southampton, segist hafa hrekkt þá James Ward-Prowse og Nathan Redmond áður en hann tilkynnti þeim að þeir hefðu verið valdir í enska landsliðið.

Ward-Prowse og Redmond héldu að þeir væru í vandræðum þegar Puel kallaði þá inn á skrifstofu til sín áður en hann sagði þeim svo fréttirnar góðu.

„Ég sagði við þá að viðhorf þeirra á æfingum væri vandamál," sagði Puel sem er greinilega mikill grínisti.

„Síðan sagði ég þeim fréttirnar um að þeir hefðu verið valdir í landsliðið. Ég sagðist ekki skilja af hverju þeir væru valdir."

„En auðvitað er þetta frábært fyrir þá og fyrir félagið. Þetta er gott fyrir þá og ég óska þeim og félaginu til hamingju."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner