Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 18. mars 2017 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pulis: Allir verða að róa sig niður
Tony Pulis.
Tony Pulis.
Mynd: Getty Images
„Ég held að allir verði nú bara að róa sig niður. Það verða alltaf einhverjir leikir þar sem þú færð ekki stig," sagði Tony Pulis, stjóri West Brom, eftir 3-1 sigur á Arsenal í dag.

Gengi West Brom hefur verið kaflaskipt undanfarið, en liðið tapaði tviemur leikjum í röð fyrir leikinn í dag.

„Strákarnir voru vonsvikinir með þessa tvo tapleiki. Þeir gerðu frábærlega í dag. Mér fannst við alltaf hættulegir í skyndsóknunum."

West Brom er núna í áttunda sæti deildarinnar með 43 stig og Pulis segir að menn séu ekkert að fara fram úr sér.

„Við erum með 43 stig. Við vitum hvar við erum staddir sem knattspyrnufélag. Við erum ekki að fara fram úr okkur," sagði Pulis að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner