Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. mars 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shakespeare: Meistaradeildin mun ekki trufla okkur
Shakespeare hefur byrjað vel með Leicester.
Shakespeare hefur byrjað vel með Leicester.
Mynd: Getty Images
Craig Shakespeare, sem nú stýrir Englandsmeisturum Leicester City, segir að félagið muni ekki láta Meistaradeildina trufla sig.

Leicester mun mæta Atletico Madrid í 8-liða úrslitum keppninnar, en meistararnir eru eina enska liðið sem ekki er dottið úr leik.

Leicester heimsækir West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þar er liðið aðeins þremur stigum frá fallsæti. Leicester hefur ekki unnið útileik í deildinni á þessu tímabili.

„Það sem við töluðum um strax eftir leikinn (gegn Sevilla) var að bæta okkur á útivelli. Ég hef ekki bannað tal um Meistaradeildina, en eftir leikinn hefur einbeitingin verið á West Ham," sagði Shakespeare.

„Leikmennirnir vita að það er mitt starf, og starf þjálfarliðsins, að ganga úr skugga að einebeitingin sé til staðar."

„Eina markmiðið sem við höfum núna er að vinna næsta leik í ensku úrvalsdeildinni, og eins og hefur verið nefnt þá höfum við verið að spila á útivelli. Leikmennirnir eru meðvitaðir um það."
Athugasemdir
banner
banner
banner