banner
   lau 18. mars 2017 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shakespeare: Núna getum við hlaðið batteríin
Shakespeare hefur farið frábærlega af stað með Leicester.
Shakespeare hefur farið frábærlega af stað með Leicester.
Mynd: GettyImages
„Við sýndum allt það rétta til að vinna þennan leik. Við byrjuðum mjög vel og náðum inn mörkum, en undir lokin vorum við komnir með bakið upp við vegg," sagði Craig Shakespeare, þjálfari Leicester, eftir 3-2 sigur sinna manna á West Ham í dag.

Leicester komst í 2-0 snemma, West Ham minnkaði muninn, en Leicester komst svo aftur í tveggja marka forystu; 3-1. Leikurinn endaði þó 3-2 þar sem West Ham pressaði í lokin.

„Við verðum að hrósa West Ham. Þeir gáfu sig alla í verkefnið í seinni hálfleik og Kasper (Schmeichel) þurfti að hafa sig allan við að verja nokkrum sinnum. Hjartað var komið upp í háls."

„Að utan þá reynirðu að halda þér rólegum til þess að halda leikmönnunum einbeittum. Ég er ólýsanlega stoltur af úrslitunum sem við höfum fengið."

Shakespeare segir að nú sé mikilvægt að endurhlaða batteríin.

„Við eigum mikilvæga leiki í deildinni fyrir leikinn í Meistaradeildinni gegn Atletico Madrid. Núna getum við hlaðið batteríin," sagði Shakespeare að lokum, en framundan landsleikjahlé og þar mætir Ísland meðal annars Kosóvó.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner