Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 18. mars 2017 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfestir áhuga enskra liða á Timo Werner
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Timo Werner, sóknarmanns RB Leipzig, hefur staðfest það að áhugi sé á honum frá liðum í ensku úrvalsdeildinni. Leikmaðurinn hefur meðal annars verið orðaður við Liverpool.

Werner, sem er 21 árs gamall, hefur átt mjög gott tímabil og skorað 14 mörk í þýsku úrvalsdeildinni, en það er meira en nokkur annar þýskur leikmaður hefur gert á þessu tímabili.

Daily Mail sagði frá því í vikunni að Liverpool hefði áhuga á Werner og nú hefur umboðsmaður hans, Karlheinz Forster, staðfest áhuga á honum frá liðum á Englandi.

„Það er almennur áhugi frá liðum í ensku úrvalsdeildinni," sagði umboðsmaðurinn við Bild. „Englendingarnir eru alls staðar í Bundesligunni - þeir eru duglegir að fylgjast með - og Timo hefur vakið athygli á sér með góðri frammistöðu og mörkum."

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var sagður hafa haft áhuga á Werner, sem hefur líka verið orðaður við Manchester-liðin tvö, þegar hann var stjóri Dortmund og nú beinir hann augum sínum aftur að honum.

Samkvæmt Bild þá vill RB Leipzig ekki selja Werner, en það gæti breyst ef tilboð uppá meira en 40 milljónir evra berst félaginu. Það er spurning hvort lið eins Liverpool sé tilbúið að borga það, en Werner er samningsbundinn Leipzig til 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner