Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 18. mars 2017 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Ekkert mark skorað í lokaleiknum
Það var ekkert skorað á þessum velli í kvöld.
Það var ekkert skorað á þessum velli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eintracht Frankfurt 0 - 0 Hamburger SV

Lokaleikur dagsins í þýsku úrvalsdeildinni var ekki mikið fyrir augað. Þetta var leikur í 25. umferð deildarinnar, sem leikin er um helgina.

Eintracht Frankfurt fékk Hamburger SV í heimsókn á hinn glæsilega Commerzbank-Arena í Frankfurt, en leikurinn olli miklum vonbrigðum.

Hvorugu liðinu tókst að skora og fóru áhorfendur svekktir heim enda þurftu bæði lið á sigri að halda.

Frankfurt er í harðri baráttu um sæti í Evrópukeppni; þeir eru í sjöunda sæti með 36 stig, einu stigi á eftir liðinu fyrir ofan. Hamburger SV er aftur á móti í fallbaráttu og eru í 16. sæti, sem er það sæti sem fer í umspil um sæti í Bundesligunni, með 27 stig.

Hér að neðan má sjá stigatöfluna í deildinni, en það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner