lau 18. mars 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland í dag - Fær Aron að spila gegn spútnikliðinu?
Aron hefur lítið fengið að spila á þessu tímabili.
Aron hefur lítið fengið að spila á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Stuðið er alltaf í fyrirrúmi í þýska boltanum. Í dag heldur 25. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar áfram að rúlla.

Dagurinn í dag er frekar rólegur. Stærstu liðin, sem gjarnan eru talin vera Bayern München og Borussia Dortmund, eru ekki á meðal þeirra liða sem eiga leiki í dag.

Það eru fimm leikir kl. 14:30 og þar eru tvö Íslendingalið að spila. Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, og Werder Bremen, lið Arons Jóhannssonar, eru bæði að spila, en það er spurning hvort leikmennirnir muni spila eitthvað. Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli og Aron er ekki inn í myndinni hjá sínum þjálfara.

Lokaleikur dagsins í dag er svo leikur Eintracht Frankfurt og Hamburger SV. Frankfurt er í efri hluta deildarinnar á meðan Hamburger er í fallbaráttu.

Laugardagurinn 18. mars
14:30 Wolfsburg - Darmstadt 98
14:30 Köln - Hertha Berlín
14:30 Augsburg - Freiburg
14:30 Werder Bremen - RB Leipzig
14:30 Hoffenheim - Bayer Leverkusen
17:30 Eintracht Frankfurt - Hamburger SV

Sjá einnig:
Alfreð mögulega í hóp hjá Augsburg á laugardag
Aron Jó geymdur á bekknum - Gæti farið í sumar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner