lau 18. mars 2017 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Ég er búinn að taka ákvörðun um framtíð mína
Wenger niðurlútur á hliðarlínunni í dag.
Wenger niðurlútur á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
„Þetta var týpískur leikur í ensku úrvalsdeildinni. Annars vegar er lið sem vill spila fótbolta og svo er lið sem vill verjast," sagði Arsene Wenger fúll eftir 3-1 tap gegn West Brom í dag.

„Þetta var erfiður leikur. Þeir skoruðu tvisvar upp úr föstum leikaatriðum og það gerði gæfumuninn fyrir þá."

Wenger segir að það hafi verið erfitt að missa Alexis Sanchez af velli. Sanchez fór meiddur út af í seinni hálfleik.

„Við sköpuðum ekki nægilega mikið. Við misstum Sanchez í seinni hálfleiknum, hann var mjög hættulegur í þeim fyrri. Hann kom út í seinni hálfleiknum og gat ekki hreyft sig meira," sagði Wenger.

Margir stuðningsmenn Arsenal eru mjög ósáttir. Þeir vilja sjá Wenger fara, en hann sagðist eftir leik vera búinn að ákveða framtíð sína.

„Ég veit hvað ég mun gera við framtíð mína og ég mun láta ykkur vita fljótlega. Þið munuð sjá."

Nokkrir stuðningsmenn Arsenal söfnuðu fyrir flugvél til þess að fljúga yfir heimavöll West Brom. Í eftirdragi var borði þar sem áletrað var "Wenger Out". Wenger var spurður út í þetta eftir leik.

„Ég horfði á leikinn. Ég horfi ekki upp í stúku á meðan leikurinn er. Við verðum bara að lifa með þessu og einbeita okkur að starfinu," sagði franski knattspyrnustjórinn.

„Við verðum að halda áfram. Það eru erfið verkefni framundan, en City-leikurinn heima er stór leikur fyrir okkur," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner