Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. mars 2017 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger: Ökklinn hans Sanchez í hræðilegu ástandi
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Ökkli Alexis Sanchez er í hræðilegu ástandi eftir leikinn gegn West Brom fyrr í dag, en frá þessu greinir Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

Sanchez fékk högg í fyrri hálfleiknum, en hélt samt áfram. Wenger segir að það hafi ekki verið skynsöm ákvörðun.

Sanchez var loks tekinn af velli á 78. mínútu í leiknum, sem endaði með 3-1 sigri West Brom.

„Hann var meiddur eftir tæklinguna í fyrri hálfleiknum. Ökklinn hans er í hræðilegu ástandi," sagði Wenger eftir leikinn.

„Hann hefði ekki átt að spila í seinni hálfleiknum, en hann krafðist þess. Í fyrri hálfleiknum skapaði hann fullt af hættulegum færum, en í seinni hálfleiknum gat hann það ekki lengur, þannig að við þurfum að taka hann út af."
Athugasemdir
banner