Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. mars 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane: Mbappe kom næstum því til Real Madrid
Mbappe þykir mikið efni.
Mbappe þykir mikið efni.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, hefur staðfest að hinn eftirsótti Kylian Mbappe hafi hafnað spænska stórveldinu á sínum tíma til þess að ganga í raðir Mónakó.

Mbappe er einn umtalaðasti leikmaður heims um þessar mundir, en hann er að gera það gott með Mónakó. Hann skoraði í báðum leikjum Mónakó gegn Manchester City í Meistaradeildinni.

Hinn 18 ára gamli Mbappe hitti Zidane árið 2013 og ræddi við hann um að koma inn í unglingastarfið hjá Real Madrid.

„Hann var nálægt því að semja við Real Madrid, en fór svo til Mónakó," sagði Zidane um Mbappe.

Zidane segist ekki tjáð sig um það hvort hann hafi áhuga á leikmanninum núna.

„Ég get ekki talað um það. Við vitum að hann er góður leikmaður og það sem hann er að gera á þessum aldri er frábært. Hann var nálægt því að skrifa undir hérna, það er rétt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner