sun 18. mars 2018 12:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búlgaría: Tap hjá Hólmari í síðasta leik fyrir landsleikina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
CSKA Sofia 1 - 0 Levski Sofia
1-0 Fernando Karanga ('84)

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn að venju er Levski Sofia mætti nágrönnum sínum í CSKA Sofia í búlgörsku úrvalsdeildinni í dag.

Hólmar hefur verið að eiga flott tímabil í hrikalega sterkri vörn Levski. Liðið hefur ekki verið að fá á sig mörg mörk á tímabilinu og tók Hólmar þátt í meti á dögunum.

Í dag fékk liðið hins vegar á sig mark og var það Brasilíumaðurinn Fernando Karanga sem gerði það. Það sem meira er, það reyndist eina mark leiksins, sigurmark CSKA Sofia.

Lokatölur 1-0 og svekkjandi tap hjá Hólmari Erni og félögum niðurstaðan.

Levski er í þriðja sæti deildarinnar, 13 stigum á eftir CSKA sem er núna á toppnum.

Hólmar er á leið til Bandaríkjanna með íslenska landsliðinu. Hann er í 29 manna hópnum sem mætir Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum þann 23. mars og 27. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner