sun 18. mars 2018 13:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cantona hitti Guðna Th. á Bessastöðum
Mynd: Forseti.is
Franska fótboltagoðsögnin Eric Cantona er á Íslandi en hann er að vinna að sjónvarpsþáttum fyrir Eurosport í aðdraganda HM.

Cantona er að kynna sér íslenska fótboltamenningu en hann ákvað að kíkja á Bessastaði á forsetann sjálfann, Guðna Th. Jóhannesson. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef forsetaembættisins.

Í tilkynningunni segir að Guðni hafi rætt við Cantona um íþróttir á Íslandi og eftirtektarverðan árangur Íslendinga á alþjóðavettvangi, ekki síst í knattspyrnu en einnig öðrum íþróttum.

Cantona er algjör goðsögn hjá stuðningsmönnum Manchester United og er hann kallaður kóngurinn eða „Eric The King".

Cantona varð fjórum sinnum Englandsmeistari með Manchester United, fyrst 1993 og síðast 1997.



Athugasemdir
banner
banner
banner