sun 18. mars 2018 19:11
Ívan Guðjón Baldursson
England: Chelsea þurfti framlengingu
Mynd: Getty Images
Leicester 1 - 2 Chelsea
0-1 Alvaro Morata ('42)
1-1 Jamie Vardy ('76)
1-2 Pedro ('105)

Chelsea heimsótti Leicester City í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag.

Englandsmeistarar síðustu tveggja ára áttu spennandi leik og kom Alvaro Morata gestunum yfir eftir magnaðan undirbúning frá Willian í fullkominni skyndisókn.

Morata skoraði rétt fyrir leikhlé og var Chelsea yfir þar til í síðari hluta síðari hálfleiks, þegar Shinji Okazaki kom inn fyrir Kelechi Iheanacho.

Okazaki kom með mikla orku í lið Leicester og náði Jamie Vardy að jafna fyrir heimamenn skömmu síðar.

Leikurinn var framlengdur og var jafnræði með liðunum í framlengingunni. Það var þó Pedro sem skoraði fyrir Chelsea undir lok fyrri hálfleiks, eftir skelfileg mistök hjá Kasper Schmeichel.

Schmeichel ætlaði að kýla fyrirgjöf N'Golo Kante út en missti af boltanum og skallaði Pedro, einn minnsti maður vallarins, í autt markið.

Leicester komst nálægt því að jafna á lokakaflanum en Chelsea hélt út og er komið í undanúrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner