Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. mars 2018 15:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Hughes með dýrlingana í undanúrslit
Pierre-Emile Hojbjerg fagnaði marki sínu vel.
Pierre-Emile Hojbjerg fagnaði marki sínu vel.
Mynd: Getty Images
Wigan 0 - 2 Southampton
0-1 Pierre-Emile Hojbjerg ('62 )
0-2 Cedric ('90 )

Southampton er komið í undanúrslit enska bikarsins ásamt Tottenham og Manchester United eftir sigur á C-deildarliði Wigan á þessum huggulega sunnudegi.

Mark Hughes var að stýra Southampton í fyrsta sinn en hann tók við liðinu af Mauricio Pellegrino í síðustu viku.

Southampton spilaði ekki sérlega vel í leiknum, sérstaklega ekki í fyrri hálfleiknum en komst yfir á 62. mínútu þegar danski landsliðsmaðurinn Pierre-Emile Hojbjerg skoraði. Bakvörðurinn Cedric bætti við öðru marki í uppbótartímanum.

Lokatölur 2-0 og Southampton er eins og áður segir komið í undanúrslit. Á eftir kemur það í ljóst hvort Chelsea eða Leicester verður fjórða liðið þangað. Sá leikur hefst 16:30.



Athugasemdir
banner
banner