Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. mars 2018 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Klopp segir Salah færast nær Messi
Salah er að eiga magnað tímabil með Liverpool. Hann markahæsti leikmaðurinn í sterkustu fimm deildum Evrópu.
Salah er að eiga magnað tímabil með Liverpool. Hann markahæsti leikmaðurinn í sterkustu fimm deildum Evrópu.
Mynd: Getty Images
Liverpool valtaði yfir Watford í gær og var það Mohamed Salah sem stal sviðsljósinu í enn eitt skiptið.

Salah (25) skoraði fernu og er kominn með 28 deildarmörk, meira en nokkur annar leikmaður í fimm stærstu deildum Evrópu, meira en Harry Kane og Lionel Messi.

Salah hefur verið líkt við Messi en þegar Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður út í þann samanburð í gær, þá sagði hann: „Já, ég held að Mo sé að færast nær Messi, hans stigi."

„En ég held samt að Mo né nokkur annar leikmaður vilji vera líka við Messi. Hann (Messi) hefur verið að gera það sem hann hefur verið að gera í það sem virðist vera 20 ár eða svo."

„Síðasti leikmaður sem ég veit að hafði sömu áhrif á liðsframmistöðu var Diego Maradona, annar Argentínumaður."

„Mo er á góðri leið, það er víst. Eins og alltaf í lífinu, ef þú hefur hæfileikanna þá verðurðu að sýna stöðugleika og hann hefur verið að gera það."
Athugasemdir
banner
banner