Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. mars 2018 14:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn B-deild: KFG með öruggan sigur á Vestra
Magnús skoraði tvö fyrir KFG.
Magnús skoraði tvö fyrir KFG.
Mynd: KFG
KFG 4 - 0 Vestri
1-0 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('15)
2-0 Magnús Björgvinsson ('72)
3-0 Björn Öder Ólason ('84)
4-0 Magnús Björgvinsson ('90)
Rautt spjald: Viktor Júlíusson, Vestri ('80)

KFG og Vestri mættust í fyrsta leik dagsins í Lengjubikarnum. Leikurinn fór fram á Stjörnuvelli á Garðabæ.

KFG náði forystunni eftir stundarfjórðun þegar Jóhann Ólafur Jóhannsson skoraði. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Magnús Björgvinsson gekk í raðir KFG á dögunum en hann hefur leikið með Grindavík frá 2011. Magnús gerði sér lítið fyrir og gerði tvennu í þessum leik en Björn Öder Ólason skoraði líka. Eftir að Viktor Júlíusson, leikmaður Vestra, fékk rautt spjald á 80. mínútu, tókst KFG að landa sigrinum örugglega.

Í þessum riðli 1 í B-deildinni er KFG með níu stig úr þremur leikjum og er í öðru sæti á eftir Kára. Vestri er í þriðja sæti með sex stig.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner