Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 18. mars 2018 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Þrjár vítaspyrnur í sigri ÍBV á Víkingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 1 - 2 ÍBV
0-0 Shahab Zahedi Tabar ('7, misnotuð vítaspyrna)
0-1 Shahab Zahedi Tabar ('14)
0-2 Breki Ómarsson ('76, víti)
1-2 Rick Ten Voorde ('78, víti)

ÍBV bar sigurorðið af Víkingi Reykjavík í eina leik A-deildar Lengjubikarsins í dag.

ÍBV byrjaði vel og fékk vítaspyrnu strax á sjöundu mínútu Shahab Zahedi Tabar tókst ekki að skora úr henni. Hann bætti fyrir mistökin nokkrum mínútum síðar er hann skoraði.

Staðan var 1-0 í hálfleik. Þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir komst ÍBV í 2-0 er Breki Ómarsson bætti við marki úr vítspyrnu. Hollenski framherjinn Rick Ten Voorde minnkaði muninn úr þriðju vítaspyrnu leiksins á 78. mínútu.

Lokatölur 2-1 fyrir ÍBV sem endar í þriðja sæti riðils 1 með sjö stig úr fimm leikjum. Víkingur endar á botninum með þrjú stig.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner