Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 18. mars 2018 14:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Már: Komið fram við mig eins og ég væri í leikskóla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Þegar snjórinn fellur í St. Gallen gýs íslenskt eldfjall," segir í frétt Blick en þar er fjallað um íslenska miðjumanninn Rúnar Már Sigurjónsson sem er að gera góða hluti St. Gallen.

Rúnar átti mjög góðan leik í gær þegar St. Gallen hafði betur gegn Grasshopper, 2-1. Rúnar skoraði og lagði upp. Smelltu hér til að sjá glæsilegt mark Rúnars.

Rúnar er í láni hjá St. Gallen frá Grasshopper og var hann því að skora á móti liðinu sem hann er samningsbundinn. Þetta var einstaklega sætt fyrir Rúnar sem fékk fá tækifæri hjá Grasshopper eftir að Murat Yakin tók við Grasshopper. Rúnar er alls ekki mesti aðdáandi Yakin.

„Yakin gagnrýndi mig oft, hjá Grasshopper var komið fram við mig eins og ég væri í leikskóla," sagði Rúnar Már sem svaraði aðeins fyrir sig með frammistöðu sinni í gær.

„Síðan Yakin tók við Grasshopper hafa furðulegir hlutir gerst hjá félaginu. Það hefur haft áhrif á leikmennina vegna þess að það er mikið talað um félagið í neikvæðu ljósi."

„Yakin vill völd, en ef þú notar þau eins og hann verður þú ekki lengi við stjórn hjá félagi."

Þá segir Rúnar að Mat­hi­as Walt­her, yfirmaður knattspyrnumála, láti Yakin stjórna sér. Hann sjái þó núna að hann hafi gert mistök, eftir þennan leik St. Gallen og Grasshopper í gær.

Rúnar hefur verið að standa sig mjög vel síðan hann kom til St. Gallen en er þrátt fyrir það ekki í íslenska landsliðshópnum sem er að fara að leika tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum, gegn Mexíkó í San Francisco 23. mars og svo gegn Perú nokkrum dögum síðar.

Heimir Hallgrímsson vill þó ekki meina að það sé útilokað að Rúnar verði í hópnum sem fer á HM í Rússlandi.

„Við vitum nákvæmlega hvað við höfum í Rúnari Má og töldum að það væri mikilvægara að skoða aðra í þessu verkefni og það er sama með Arnór Smárason. Þeir eru ekkert út úr möguleikanum í lokahópnum þó þeir séu ekki valdir hér." sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í viðtali á föstudag.

Sjá einnig:
Rúnar Már var líka utan hóps í mars 2016 - Fór samt á EM



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner