sun 18. mars 2018 17:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Messi steig dansspor í þægilegum sigri
Messi er á miklu skriði.
Messi er á miklu skriði.
Mynd: Getty Images
Barcelona 2 - 0 Athletic
1-0 Paco Alcacer ('8 )
2-0 Lionel Andres Messi ('30 )

Barcelona átti ekki í neinum vandræðum með Athletic Bilbao í leik sem var að klárast í spænsku úrvalsdeildinni.

Barca byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði Paco Alcacer fyrsta markið. Alcacer var að spila í stað Luis Suarez sem var í banni.

Lionel Messi bætti svo við öðru marki þegar hálftími var liðinn en hann fagnaði með því að stíga dansspor. Það athygli á samfélagsmiðlum.

Messi er á miklu skriði þessa daganna og var hann til að mynda maður leiksins í 3-0 sigri á Chelsea í Meistaradeildinni í síðustu viku. Hann skoraði þar tvö og lagði upp eitt.

Eftir þennan sigur er Barcelona með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Atletico Madrid er í öðru sæti og eftir að spila við Villareal í kvöld. Athletic Bilbao er í 13. sætinu.

Sjá einnig:
Spánn: Tap gegn Leganes eftir sigurinn á Man Utd



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner