Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. mars 2018 13:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Tap gegn Leganes eftir sigurinn á Man Utd
Sevilla vann Man Utd en tapaði gegn Leganes.
Sevilla vann Man Utd en tapaði gegn Leganes.
Mynd: Getty Images
Leganes 2 - 1 Sevilla
1-0 Unai Bustinza ('41 )
2-0 Javier Eraso ('69 )
2-1 Miguel Layun ('90 )
Rautt spjald: Pablo Sarabia, Sevilla ('84)

Eftir ótrúlegan sigur á Manchester United 16-liða úrslitum í Meistaradeildinni í vikunni, þá þurfti Sevilla að sætta sig við tap gegn Leganes í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Sevilla kom mörgum á óvart á þriðjudaginn síðasta og skellti United á Old Trafford og var sigurinn sanngjarn.

Í dag kom Unai Bustinza Leganes yfir og þegar tæpar 20 mínútur voru eftir bætti Javier Eraso við marki, 2-0. Miguel Layun minnkaði muninn undir lokin en meira var það ekki.

Niðurstaðan var 2-1 sigur Leganes sem eru nokkuð athyglisverð úrslit miðað við það sem gerðist í síðustu viku, að Sevilla skyldi slá Man Utd úr leik í Meistaradeildinni.

Leganes er í 12. sæti og Sevilla í fimmta sæti.



Athugasemdir
banner
banner
banner