Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 18. mars 2018 19:38
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Unal kláraði Atletico Madrid
Unal gerði bæði mörkin gegn Atletico.
Unal gerði bæði mörkin gegn Atletico.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid tapaði sínum þriðja deildarleik á tímabilinu er liðið heimsótti Villarreal í dag.

Antoine Griezmann kom Atletico yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og voru Madrídingar yfir þar til á lokakaflanum, þrátt fyrir yfirburði heimamanna.

Enes Unal var skipt inn á 74. mínútu og breytti hann leiknum. Nokkrum mínútum eftir innkomuna var hann búinn að jafna með skalla eftir vel útfærða hornspyrnu Villarreal.

Heimamenn héldu áfram að sækja og skoraði Unal sigurmarkið í uppbótartíma eftir atgang í vítateig Atletico í kjölfar aukaspyrnu.

Það sauð uppúr undir lok uppbótartímans og fékk Vitolo beint rautt spjald. Diego Costa og Nicola Sansone fengu báðir gul.

Atletico er ellefu stigum á eftir toppliði Barcelona eftir tapið á meðan Villarreal er í evrópudeildarsæti, tíu stigum frá Meistaradeildinni.

Celta Vigo gerði þá markalaust jafntefli við botnlið Malaga. Celta er sex stigum frá evrópudeildarsæti og Malaga er svo gott sem fallið, þrettán stigum frá öruggu sæti.

Villarreal 2 - 1 Atletico Madrid
0-1 Antoine Griezmann ('20, víti)
1-1 Enes Unal ('82)
2-1 Enes Unal ('91)
Rautt spjald: Vitolo, Atletico ('93)

Celta Vigo 0 - 0 Malaga
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner