Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. mars 2018 11:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Arnór hetjan er Malmö komst í úrslitaleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Östersund 0 - 1 Malmö
0-1 Arnór Ingvi Traustason ('79)

Arnór Ingvi Traustason reyndist hetja Malmö þegar liðið lagði Östersund í undanúrslitum sænska bikarsins í gær.

Arnór skoraði sigurmark Malmö þegar rétt rúmar 10 mínútur voru til leiksloka. Arnór hefur verið að standa sig vel hjá Malmö eftir að hafa komið til félagsins frá Rapíd Vín. Auk þess að skora í undanúrslitunum lagði hann upp sigurmarkið í 8-liða úrslitunum þar sem Malmö vann 1-0 sigur á IFK Göteborg.

Leikurinn í gær fór fram í kuldanum í Östersund þar sem Arsenal vann á dögunum 3-0. Östersund lék gegn Arsenal í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og vann seinni leikinn 2-1 í Lundúnum en 3-0 tapið í fyrri leiknum féll liðið úr leik.

Malmö mætir annað hvort Djurgarden eða AIK í sjálfum úrslitaleiknum sem fer fram 10. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner