Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 18. mars 2018 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Glódís í bikarúrslit eftir dramatískar lokamínútur
Glódís hafði betur gegn Guðbjörgu.
Glódís hafði betur gegn Guðbjörgu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rosengård 2 - 1 Djurgården
1-0 Anja Mittag ('58)
1-1 Jenna Hellstrom ('90)
2-1 Fiona Brown ('90)

Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir var að venju í byrjunarliði Rosengård þegar liðið mætti Djurgården í frábærum leik í undanúrslitum sænska bikarsins í dag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Anja Mittag Rosengård 1-0 yfir og leit lengi vel út fyrir að lokatölurnar yrðu þannig. En annað kom á daginn, lokamínúturnar voru spennandi þar sem Jenna Hellstrom jafnaði fyrir Djurgarden stuttu eftir að uppbótartíminn hófst. Leikmenn Rosengård voru ekki að nenna í framlengingu og skoraði hin skoska Fiona Brown sigurmarkið stuttu síðar.

Lokatölurnar 2-1 eftir þessar dramatísku lokamínútur og verða það Rosengård og Linköping sem mætast í úrslitaleiknum.

Sem fyrr segir spilaði Glódís með Rosengård en vinkonur hennar í landsliðinu, þær Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir voru andstæðingar hennar í dag.



Athugasemdir
banner
banner