Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 18. mars 2018 13:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Warnock: Til skammar að leiknum hafi verið frestað
Mynd: Getty Images
Derby County og Cardiff áttu að mætast í eina leik dagsins í Championship-deildinni. Þessi leikur var mikilvægur enda eru bæði lið í baráttu um að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Leiknum var hins vegar frestað vegna veðurs. Tilkynning var gefin út nokkrum klukkustundum áður en leikurinn átti að hefjast. Neil Warnock, stjóri Cardiff, segir þetta til skammar.

„Þessi ákvörðun er til skammar," sagði Warnock. „Sumir stuðningsmanna okkar eru mættir fyrir utan völlinn, þeir hafa ferðast langa vegalengd. Sumir stuðningsmanna Derby hafa líka ferðast marga kílómetra. Þið sjáið það sem hefur verið sagt."

„Ég get bara ekki sætt mig við þetta. Við ferðuðumst með rútu og vegirnir voru í fullkomnu ástandi."

Aron Einar Gunnarsson átti líklega ekki að spila leikinn í dag en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann var þó valinn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum þann 23. mars og 27. mars.

„Warnock vinur okkar vill að við spilum honum ef að okkur finnst það. Þetta er mjög góð samvinna á milli knattspyrnusambandsins og Warnock," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi er hópurinn var tilkynntur.

Aron verður einungis með landsliðinu í fyrri leiknum gegn Mexíkó en hann verður ekki með gegn Perú 27. mars. Aron fer til Cardiff aftur eftir leikinn við Mexíkó í San Fransisco.



Athugasemdir
banner
banner
banner