„Við stóðum okkur mjög vel í dag og spiluðum sem lið. Allt gekk upp eins og við lögðum upp með," sagði Árni Vilhjálmsson, sóknarmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn KR.
Blikar eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins en Árni skoraði eitt af mörkum liðsins í kvöld.
Blikar eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins en Árni skoraði eitt af mörkum liðsins í kvöld.
„Við sinntum okkar vinnu og gerðum það sem Óli sagði okkur að gera. Það virkaði allt saman. Ég fékk flotta sendingu frá Elfari og setti boltann í hornið sem var opið. Ég vissi alltaf að ég væri alltaf að fara að skora."
Telur Árni að hann sé kominn með fast sæti í liðinu?
„Þetta er breiður hópur og mikið af góðum leikmönnum. Ef maður spilar vel þá er maður í liðinu. Ég er kominn í gott stand og betra form en í fyrra. Ég er orðinn árinu þroskaðri. Það er mikil reynsla sem ég fékk út úr 1. deildinni í fyrra og ég tel mig vera árinu betri," sagði Árni sem var á láni hjá Haukum síðasta sumar.
Mun Breiðablik berjast um titilinn?
„Við settum okkur skýr markmið og ætlum að gera betur en í fyrra. Við enduðum í öðru sæti í fyrra svo það er ekkert annað í stöðunni en að berjast um alla titla sem eru í boði. Við erum eitt af bestu liðum landsins í dag."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir