Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 18. apríl 2013 22:43
Elvar Geir Magnússon
Árni Vilhjálms: Ætlum að berjast um alla titla
Arni með boltann í leiknum í kvöld.
Arni með boltann í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við stóðum okkur mjög vel í dag og spiluðum sem lið. Allt gekk upp eins og við lögðum upp með," sagði Árni Vilhjálmsson, sóknarmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn KR.

Blikar eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins en Árni skoraði eitt af mörkum liðsins í kvöld.

„Við sinntum okkar vinnu og gerðum það sem Óli sagði okkur að gera. Það virkaði allt saman. Ég fékk flotta sendingu frá Elfari og setti boltann í hornið sem var opið. Ég vissi alltaf að ég væri alltaf að fara að skora."

Telur Árni að hann sé kominn með fast sæti í liðinu?

„Þetta er breiður hópur og mikið af góðum leikmönnum. Ef maður spilar vel þá er maður í liðinu. Ég er kominn í gott stand og betra form en í fyrra. Ég er orðinn árinu þroskaðri. Það er mikil reynsla sem ég fékk út úr 1. deildinni í fyrra og ég tel mig vera árinu betri," sagði Árni sem var á láni hjá Haukum síðasta sumar.

Mun Breiðablik berjast um titilinn?

„Við settum okkur skýr markmið og ætlum að gera betur en í fyrra. Við enduðum í öðru sæti í fyrra svo það er ekkert annað í stöðunni en að berjast um alla titla sem eru í boði. Við erum eitt af bestu liðum landsins í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner