De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fim 18. apríl 2013 22:43
Elvar Geir Magnússon
Árni Vilhjálms: Ætlum að berjast um alla titla
Arni með boltann í leiknum í kvöld.
Arni með boltann í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við stóðum okkur mjög vel í dag og spiluðum sem lið. Allt gekk upp eins og við lögðum upp með," sagði Árni Vilhjálmsson, sóknarmaður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn KR.

Blikar eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins en Árni skoraði eitt af mörkum liðsins í kvöld.

„Við sinntum okkar vinnu og gerðum það sem Óli sagði okkur að gera. Það virkaði allt saman. Ég fékk flotta sendingu frá Elfari og setti boltann í hornið sem var opið. Ég vissi alltaf að ég væri alltaf að fara að skora."

Telur Árni að hann sé kominn með fast sæti í liðinu?

„Þetta er breiður hópur og mikið af góðum leikmönnum. Ef maður spilar vel þá er maður í liðinu. Ég er kominn í gott stand og betra form en í fyrra. Ég er orðinn árinu þroskaðri. Það er mikil reynsla sem ég fékk út úr 1. deildinni í fyrra og ég tel mig vera árinu betri," sagði Árni sem var á láni hjá Haukum síðasta sumar.

Mun Breiðablik berjast um titilinn?

„Við settum okkur skýr markmið og ætlum að gera betur en í fyrra. Við enduðum í öðru sæti í fyrra svo það er ekkert annað í stöðunni en að berjast um alla titla sem eru í boði. Við erum eitt af bestu liðum landsins í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner