Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 18. apríl 2013 20:42
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikarinn: Breiðablik, Valur og Víkingur Ó. áfram
Guðmundur Steinn skoraði þrennu í kvöld.
Guðmundur Steinn skoraði þrennu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr skoraði seinna mark Vals.
Kristinn Freyr skoraði seinna mark Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Ljóst er að Víkingur Ólafsvík og Breiðablik munu mætast í undanúrslitum Lengjubikarsins á mánudag. Í hinum undanúrslitaleiknum leikur Valur við sigurvegara leiks Stjörnunnar og FH sem fram fer á morgun.

Þrír leikir voru í 8-liða úrslitum í kvöld.

Valsmenn unnu verðskuldaðan 2-0 sigur á Fylki en þeir rauðklæddu voru einfaldlega talsvert betri en Árbæjarliðið.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði þrennu þegar Víkingur Ólafsvík vann 4-2 sigur á ÍA sem tefldi fram 2. flokki sínum eins og frægt er. Alexander Már Þorláksson skoraði fyrra mark ÍA en faðir hans er Þorlákur Árnason.

Þá unnu Blikar 3-1 sigur gegn KR á KR-velli. Í stöðunni 2-1 fyrir Blika fengu heimamenn vítaspyrnu. Bjarni Guðjónsson fór á punktinn en mistókst að jafna þar sem Gunnleifur Gunnleifsson varði.

Valur 2 - 0 Fylkir
1-0 Iain Williamson ('24)
2-0 Kristinn Freyr Sigurðsson ('38)

ÍA 2 - 4 Víkingur Ó.
0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('32)
0-2 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('35)
0-3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('42)
1-3 Alexander Már Þorláksson ('45)
1-4 Björn Pálsson ('75)
2-4 Ragnar Már Lárusson ('85)

KR 1 - 3 Breiðablik
1-0 Baldur Sigurðsson ('21)
1-1 Páll Olgeir Þorsteinsson ('44)
1-2 Árni Vilhjálmsson ('46)
1-3 Jökull Ingason Elísabetarson ('75)

Smelltu hér til að skoða textalýsingu frá leikjunum
Athugasemdir
banner
banner