Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. apríl 2014 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Líklegt að Ranieri taki poka sinn hjá Monaco í sumar
Monaco hefur gert góða hluti á leiktíðinni en svo virðist sem að það sé ekki nóg.
Monaco hefur gert góða hluti á leiktíðinni en svo virðist sem að það sé ekki nóg.
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, þjálfari AS Monaco í Frakklandi, verður látinn fara frá franska stórliðinu í sumar en franskir miðlar greina frá þessu.

Monaco komst upp úr frönsku fyrstu deildinni eftir síðustu leiktíð en nú situr liðið í öðru sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og virðist félagið á leið í Meistaradeild Evrópu eftir nokkuð gott hlé.

Ranieri tók við liðinu árið 2012 og stýrði liðinu upp í úrvalsdeild á sínu fyrsta tímabili en Dmitry Rybolovlev, keypti félagið og dældi peningum í það til þess að gera það að stórveldi á nýjan leik.

Menn á borð við Radamel Falcao, Joao Moutinho, Dimitar Berbatov, Jeremy Toulalan, James Rodriguez, Ricardo Carvalho og Eric Abidal hafa komið til félagsins og hafa þeir allir spilað stóra rullu í að gera liðið að því sem það er í dag.

Stjórn Monaco dreymdi þó stærra fyrir þessa leiktíð og bjóst við að það myndi veita PSG meiri samkeppni á toppnum en liðið er tíu stigum á eftir Monaco þegar fimm leikir eru eftir og virðist fátt koma í veg fyrir að PSG taki titilinn annað árið í röð.

Ranieri mun því líklega þurfa að taka poka sinn í sumar en Steve Clarke, fyrrum stjóri WBA hefur verið orðaður við starfið. Ranieri sjálfur hefur þjálfað mörg stórlið á ferlinum en þar má nefna Chelsea, Valencia, Juventus, Roma og Internazionale meðal annars.
Athugasemdir
banner
banner
banner