Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. apríl 2014 15:45
Brynjar Ingi Erluson
Mino Raiola ver Zlatan: Mér er bara skítsama
Zlatan Ibrahimovic í treyju Barcelona
Zlatan Ibrahimovic í treyju Barcelona
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic hjá Paris Saint-Germain, segir að Pep Guardiola, fyrrum þjálfari Barcelona, hafi brugðist sænska framherjanum er hann var hjá félaginu.

Zlatan gekk til liðs við Barcelona árið 2009 frá Inter en Samuel Eto'o fór í skiptum til ítalska félagsins.

Sænski framherjinn var hjá Barcelona í ár áður en hann fór á lán til Milan og ári síðar var hann keyptur en honum og Guardiola kom aldrei vel saman.

Raiola er allt annað en sáttur við framkomu Guardiola og Barcelona í garð Zlatan en hann ræddi opinberlega um þetta allt saman við 11 Freunde á dögunum.

,,Hver annar en ég átti að verja Zlatan? Konan hans? Félagið talaði niður til ans," sagði Raiola.

,,Hann var kóngurinn hjá Inter og svo þegar hann kom til Barcelona var hann allt í einu enginn. Pep Guardiola brást Zlatan og gaf engar útskýringar á því."

,,Spyrjið Guardiola hver mistök hans voru. Hann mun ekki svara ykkur, því hann er ófær um að viðurkenna mistök sín."

,,Ef að þú borgar 79 milljónir evra fyrir leikmann og spilar honum svo ekki er ekki bara fáránlega heimskt heldur hefur líka áhrif fjárhagslega. Flestir umboðsmenn myndu ekki gagnrýna þessa stefnu því þeir eru hræddir um að ,,stóra" Barcelona muni aldrei kaupa leikmenn af þeim."

,,Mér er bara skítsama. Ég ber enga virðingu fyrir félagi sem ber ekki virðingu fyrir mínum leikmönnum. Ef að samband leikmanns og félags gengur ekki þá á að enda það,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner