Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. apríl 2014 16:15
Brynjar Ingi Erluson
Mögnuð úrslit á Molineux - Kári Árna tók þátt í tíu marka leik
Kári Árnason í leik með Rotherham og íslenski fáninn í öllu sínu veldi fyrir aftan
Kári Árnason í leik með Rotherham og íslenski fáninn í öllu sínu veldi fyrir aftan
Mynd: Getty Images
Kári Árnason, leikmaður Rotherham United í ensku C-deildinni, tók þátt í heldur mögnuðum leik á Molineux-leikvanginum er liðið heimsótti Wolves en heimamenn höfðu þá betur 6-4.

Kieran Agard kom Rotherham yfir í leiknum áður en Noah Dicko skoraði tvö mörk með stuttu millibili. David Edwards bætti við þriðja marki Wolves áður en Agard minnkaði muninn fyrir Rotherham.

Síðustu tíu mínútur leiksins voru vægast sagt fjörlegar en Dicko fullkomnaði þrennu sína á 80. mínútu. Joe Skarz minnkaði muninn í 4-3 svo áður en Agard fullkomnaði þrennua sína og jafnaði metin.

Wolves kláraði svo dæmið í uppbótartíma með tveimur mörkum. Samuel Ricketts og Kevin McDonald sáu til þess að Wolves færi með þrjú stig af hólmi.

Kári lék allan leikinn í dag en hann er lykilmaður í liði Rotherham.

Wolves er á toppnum með 96 stig og hefur tryggt sér sæti í B-deildinni en Rotherham er í fjórða sæti með 79 stig þegar þrír leikir eru eftir en ljóst er Rotherham tekur þátt í umspili um sæti í Championship-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner