banner
   fös 18. apríl 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristins spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net
Liverpool mun leggja Norwich samkvæmt spá Rúnars.
Liverpool mun leggja Norwich samkvæmt spá Rúnars.
Mynd: Getty Images
Manchester City rífur sig í gang gegn WBA samkvæmt spánni.
Manchester City rífur sig í gang gegn WBA samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Hörður Magnússon jafnaði besta árangur vetrarins þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi í síðustu viku. Hörður fékk sjö rétta af tíu.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, spáir í leikina að þessu sinni.



Tottenham 2 - 0 Fulham (11:45 á morgun)
Það hafa verið vonbrigði hjá Tottenham en ég held að þeir hafi þennan leik. Fulham þarf að sækja til að sigurs og þá opnast fyrir Tottenham.

Aston Villa 1 - 2 Southampton (14:00 á morgun)
Southampton er gott fótboltalið sem spilar alltaf sinn leik. Þetta hefur rokkað upp og niður undanfarið hjá þeim en þeir vinna Aston Villa sem saknar Christian Benteke.

Cardiff 1 - 1 Stoke (14:00 á morgun)
Stoke hefur náð ágætis úrslitum undanfarið á meðan Cardiff hafa verið óheppnir.

Newcastle 3 - 1 Swansea (14:00 á morgun)
Newcastle tekur alltaf syrpu þar sem þeir tapa nokkrum í röð en dettur svo í hug að gera eitthvað af viti.

West Ham 0 - 0 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Þetta verða slagsmál hjá tveimur liðum sem senda boltann fram. Þetta gæti alveg eins farið 2-2 en jafnteflið er öruggt.

Chelsea 3 - 0 Sunderland (16:30 á morgun)
Chelsea gerir ekki sömu mistök og Manchester City á heimavelli, sérstaklega ekki þegar svona langt er liðið á tímabilið.

Norwich 1 - 2 Liverpool (11:00 á sunnudag)
Þetta verður erfiður leikur fyrir mína menn en ég held að þeir vinni. Norwich er að reyna að halda sér uppi en ég held að Liverpool sigri.

Hull 0 - 2 Arsenal (13:05 á sunnudag)
Arsenal er í góðri stöðu eftir að Everton klúðraði málunum í vikunni og þeir verða að vinna. Hull er nokkuð öruggt og einbeita sér meira að bikarnum núna.

Everton 1 - 0 Manchester United (15:10 á sunnudag)
Everton eru gríðarlega sterkir á heimavelli. Liðið tapaði óvænt fyrir Crystal Palace í vikunni en þeir tapa ekki tveimur í röð heima.

Manchester City 4 - 0 WBA (19:00 á mánudag)
Manchester City tapar ekki þremur leikjum í röð með þetta lið. Þeir hrista af sér slenið eftir leikinn gegn Sunderland.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Egill Helgason - 7 réttir
Hörður Magnússon - 7 réttir
Ívar Guðmundsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Haukur Páll Sigurðsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Þráinn Árni Baldvinsson - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - 4 réttir
Bogi Ágústsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Venni Páer - 4 réttir
Björn Daníel Sverrisson- 3 réttir
Magnús Gylfason- 3 réttir
Þorsteinn Joð - 3 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Páll Viðar Gíslason - 2 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner